Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd að ráða Manek sem rekstrarstjóra fótboltamála
Mynd: Teamworks/Brentford
Mynd: EPA
Fjölmiðlar greina frá því að Manchester United sé búið að ná samkomulagi við Ameesh Manek um að taka til starfa sem rekstrarstjóri fótboltamála.

Manek mun hafa yfirumsjón með starfinu sem fer fram á Carrington höfuðstöðvum Man Utd, þar sem æfingasvæðið er til húsa.

Manek starfaði í fjármálageiranum og var um tíma framkvæmdastjóri enska körfuboltasambandsins, en í fótboltaheiminum starfaði hann sem yfirmaður hjá Arsenal í fimm ár og færði sig svo til Brentford.

Hann er 50 ára gamall og mun starfa samhliða Jason Wilcox sem er yfirmaður fótboltamála hjá Rauðu djöflunum.

Hann mun einnig starfa samhliða Sir Jim Ratcliffe sem sér um ráðningar hjá United. Ratcliffe svaraði spurningum í hlaðvarpsspjalli í gær og sagðist meðal annars ekki hafa í hyggju að reka Rúben Amorim úr þjálfarastöðu félagsins.

   08.10.2025 19:27
Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár hjá Man Utd


„Ég vil gefa honum þrjú ár útaf því að svona verkefni byrjar ekki að skila árangri á einni nóttu. Ég man eftir því þegar var mikil pressa á Sir Alex Ferguson á fyrstu tveimur árunum hans hjá félaginu. Þið getið líka séð Arteta hjá Arsenal, fyrstu tvö árin voru erfið fyrir hann," sagði Ratcliffe meðal annars.

„Við verðum að sýna þolinmæði og skoða árangurinn sem getur náðst yfir langan tíma. Það er ekki hægt að reka félag eins og United á geðþóttaákvörðunum útfrá fjölmiðlaumfjöllun."
Athugasemdir
banner