
Þór/KA 1 - 1 Fram
0-1 Lily Anna Farkas ('35)
1-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('58)
0-1 Lily Anna Farkas ('35)
1-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('58)
Lestu um leikinn: Þór/KA 1 - 1 Fram
Þór/KA tók á móti Fram í eina leik dagsins í Bestu deild kvenna og úr varð nokkuð bragðdauf viðureign.
Liðin mættust í úrslitaleik um 7. sæti deildarinnar, þar sem Akureyringar voru með tveggja stiga forystu fyrir upphafsflautið.
Það var lítið að frétta í fyrri hálfleik en Fram fékk besta færið áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Lily Anna Farkas skoraði markið fyrir Fram eftir góða sendingu frá Unu Rós Unnarsdóttur.
Í síðari hálfleik jafnaði Karen María Sigurgeirsdóttir metin með skoti utan teigs sem sveif yfir Ashley Brown Orkus, markvörð Fram. Hún hefði líklegast átt að gera betur en tókst ekki að koma í veg fyrir jöfnunarmarkið.
Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu en þó var pláss fyrir góð færi á báða bóga. Fram fékk betri færi þar til á lokasekúndunum þegar heimakonur fengu ótrúleg tækifæri til að skora en boltinn rataði ekki í netið. Lokatölur urðu því 1-1 og endar Þór/KA í toppsæti neðri hlutans, eða sjöunda sæti Bestu deildarinnar.
Athugasemdir