Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 10:15
Elvar Geir Magnússon
Hálsbrotnaði í árekstri við auglýsingaskilti og óttast að hann sé lamaður
Samuel Asamoah, landsliðsmaður Tógó.
Samuel Asamoah, landsliðsmaður Tógó.
Mynd: Samuel Asamoah
Óttast er að Samuel Asamoah, landsliðsmiðjumaður Tógó, verði lamaður eftir að hann lenti illa á auglýsingaskilti í leik í Kína. Þessi 31 árs leikmaður hálsbrotnaði þegar hann lenti á LED skilti í leik með kínverska liðinu Guangxi Pingguo.

Félagið greindi frá því að hætta væri á því að Asamoah yrði lamaður fyrir neðan mitti eftir slysið. Hann fór í aðgerð og ástand hans sagt stöðugt.

Zhang Zhixiong, miðjumaður Chongqing Tonglianglong, fékk að líta gula spjaldið fyrir að ýta Asamoah á auglýsingaskiltið. Við vörum við myndskeiðinu hér að neðan.

Asamoah hefur stærstan hluta ferilsins spilað í Belgíu áður en hann fór til Kína á síðasta ári. Hann á sex landsleiki fyrir Tógó.

Í síðasta mánuði lést Billy Vigar, fyrrum akademíuleikmaður Arsenal, þegar hann lenti á steinsteypuvegg í leik í utandeildinni.


Athugasemdir
banner