Breska ríkisútvarpið fullyrðir að Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hafi engan áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu eftir tímabilið.
Portúgalski miðjumaðurinn hafnaði tilboðum frá Al-Hilal og Al-Ittihad í sumar til að vera áfram hjá United.
Portúgalski miðjumaðurinn hafnaði tilboðum frá Al-Hilal og Al-Ittihad í sumar til að vera áfram hjá United.
Samningur Bruno við United er til 2027 en með ákvæði um ár til viðbótar. Heimildarmaður BBC sem er sagður náinn Bruno segir að hann hafi bara áhuga á að spila í einhverri af stóru deildunum í Evrópu.
Hann sé algjörlega með hugann við United og vilji hjálpa liðinu að komast á betri stað.
Bruno er 31 árs og hefur verið notaður aftar á miðjunni á þessu tímabili þar sem Rúben Amorim telur að þannig komist hann oftar í boltann. Gagnrýnendur segja þó neikvætt að hann sé fjær marki andstæðingana þar sem hann getur verið hættulegur.
Athugasemdir