Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Erna Björt framlengir við ÍA
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Erna Björt Elíasdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍA til næstu tveggja ára eða út árið 2027.

Erna er fædd árið 2002 og er uppalin á Skaganum. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið árið 2019 en leikirnir eru orðnir 127 talsins og hún hefur skorað 51 mark.

Hún kom við sögu í 17 leikjum í Lengjudeildinni í sumar og skoraði 5 mörk. ÍA hafnaði í 7. sæti deildarinnar.

„Til hamingju Ebba, við hlökkum til að fylgjast með þér áfram í gulu treyjunni. Áfram ÍA," segir í tilkynningu frá félaginu.


Athugasemdir