Þór tryggði sér sæti í Bestu deildinni með sigri í úrslitaleik gegn Þrótti í lokaumferð Lengjudeildarinnar í sumar.
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim í landsliðsverkefni þar sem Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi á næstu dögum í undankeppni HM.
Hann er harður Þórsari en hann lék með liðinu síðast í fyrra. Hann var spurður út í árangur Þórs liðsins í ár í viðtali á Fótbolta.net.
Aron Einar Gunnarsson er mættur heim í landsliðsverkefni þar sem Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi á næstu dögum í undankeppni HM.
Hann er harður Þórsari en hann lék með liðinu síðast í fyrra. Hann var spurður út í árangur Þórs liðsins í ár í viðtali á Fótbolta.net.
„Það er bara geðveikt, takturinn heima í fjölskyldunni og í kringum klúbbinn. Mér fannst klúbburinn eiga þetta skilið, búið að leggja mikið í þetta, það var sett það markmið að þegar við fengum Sigga Höskulds að fara upp innan tveggja til þriggja ára og það hefur gengið eftir," sagði Aron Einar.
„Næsta markmið er að halda sér í deild þeirra bestu. Það verður að spýta í lófana, það þýðir ekkert að vera bara ánægður með að komast upp. Það er geggjað að sjá þetta gerast. Þeir komu á fullum krafti í lokin og áttu skilið að fara upp."
Hann var spurður að því hvort það kæmi til greina að hann tæki slaginn með liðinu í Bestu deildinni en hann spillar í dag með Al-Gharafa í Katar.
„Ég veit það ekki. Það hefur gengið vel úti, ég er í góðu sambandi við Sigga og stjórnina. Ég hef sagt við þá að búast ekki við mér en svo gæti vel verið að maður kæmi heim en það fer alveg eftir því hvað gerist úti. Ég hef á tilfinningunni að ég eigi eftir að vera í nokkur ár hérna úti."
Athugasemdir