Anthony Taylor, einn besti dómari Englands, íhugaði að leggja flautuna á hilluna eftir að veist var að honum og fjölskyldu hans á flugvellinum í Búdapest 2023.
Bálreiðir stuðningsmenn Roma létu öllum illum látum á flugvellinum en Taylor var nýbúinn að dæma úrslitaleik Roma gegn Sevilla í Evrópudeildinni. Áður hafði Jose Mourinho, þá stjóri Roma, látið Taylor heyra það í bílastæðahúsinu við leikvanginn.
Á flugvellinum var ýmsu lauslegu kastað að Taylor og fjölskyldu hans, þar á meðal stólum. Allt var á suðupunkti og öryggisverðir réðu illa við ástandið.
Bálreiðir stuðningsmenn Roma létu öllum illum látum á flugvellinum en Taylor var nýbúinn að dæma úrslitaleik Roma gegn Sevilla í Evrópudeildinni. Áður hafði Jose Mourinho, þá stjóri Roma, látið Taylor heyra það í bílastæðahúsinu við leikvanginn.
Á flugvellinum var ýmsu lauslegu kastað að Taylor og fjölskyldu hans, þar á meðal stólum. Allt var á suðupunkti og öryggisverðir réðu illa við ástandið.
„Það voru í raun engin stór mistök gerð í leiknum en mér er kennt um og fæ að kenna á vonbrigðunum, pirringnum og reiðinni. Ég hugsaði 'Er þetta þess virði?'" segir Taylor en fjölskylda hans hefur ekki mætt á leik sem hann hefur dæmt eftir þetta. „Maður hugsar til baka hvort það voru mistök að ferðast með fjölskyldu sinni."
Anthony Taylor says his family have not been to a game he has officiated since the abuse they faced after the Europa League final in 2023. pic.twitter.com/UkaAu4ity9
— BBC Sport (@BBCSport) October 10, 2025
Athugasemdir