
Arna Eiríksdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru í byrjunarliði Valerenga sem tapaðii naumlega gegn Man Utd í fyrstu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem Maya Le Tissier skoraði úr.
Man Utd fékk víti eftir að boltinn fór í höndina á Örnu inn á teignum. Man Utd vann því í sínum fyrsta leik í lokakeppni Meistaradeildarinnar kvennamegin.
Wolfsburg vann öruggan sigur gegn PSG. PSG komst í undanúrslit í fyrra en Wolfsburg komst ekki áfram úr forkeppninni. Atletico Madrid rúllaði yfir St. Polten.
Manchester Utd W 1 - 0 Valerenga W
1-0 Maya Le Tissier ('31 , víti)
St. Polten W 0 - 6 Atletico Madrid W
Wolfsburg W 4 - 0 PSG W
Athugasemdir