Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Sérfræðingur í líkamstjáningu segir Ratcliffe ekki hafa sagt satt
Skjáskot úr viðtalinu við Ratcliffe.
Skjáskot úr viðtalinu við Ratcliffe.
Mynd: Skjáskot/Youtube
Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum Manchester United, var ekki að segja allan sannleikann þegar hann tjáði sig um Rúben Amorim og sagði að engar áætlanir væru um að skipta um stjóra.

Þetta segir sérfræðingur í líkamstjáningu sem rýndi í viðtalið við hann. Ratcliffe sagði að Amorim þyrfti að fá þrjú ár til að sanna sig en tæpt ár er síðan hann var ráðinn.

„Hann hefur ekki átt sitt besta tímabil. Hann þarf að sýna hversu góður þjálfari hann er yfir þriggja ára tímabil," sagði Ratcliffe í viðtalinu.

„Ég skil stundum ekki fjölmiðla. Þeir vilja árangur á einni nóttu. Þeir halda að maður geti bara kveikt á ljósrofanum, þú kveikir á rofanum og lífið verður dans á rósum strax á morgun."

Sérfræðingur í líkamstjáningu segir að mörg merki hafi verið um að Ratcliffe hafi ekki alveg verið að segja sannleikann í hluta af viðalinu.

„Hann krosslagði stundum hendurnar, eins og hann væri að fela sig fyrir erfiðustu spurningunum. Við sjáum hraðar augnhreyfingar í viðtalinu. Um tíma koma skýr merki um óöryggi og leyndarhyggju," segir sérfræðingurinn.

Amorim hefur aðeins unnið 10 af 34 úrvalsdeildarleikjum og enn ekki afrekað að vinna tvo deildarleiki í röð. Manchester United er í tíunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner