West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
   mið 08. október 2025 19:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Amanda spilaði í jafntefli gegn Chelsea
Kvenaboltinn
Mynd: Twente
Tveir leikir fóru fram i fyrstu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag.

Amanda Andradóttir byrjaði á bekknum þegar Twente fékk Chelsea í heimsókn. Danique van Ginkel kom Twente yfir en Sandy Baltimore jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu. 1-1 urðu lokatölur leiksins.

Amanda kom inn á sem varamaður undir lok leiksins.

Real Madrid fór illa með Roma á heimavelli. Liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleik en staðan var 3-2 fyrir Real þegar flautað var til loka fyrri hálfleiksins. Spænska liðið var með mikla yfirburði í leiknum og vann að lokum sanngjarnan 6-2 sigur.

Real Madrid W 6 - 2 Roma W

Twente W 1 - 1 Chelsea W
Athugasemdir
banner