Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bellamy: Þeir rassskelltu okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Craig Bellamy landsliðsþjálfari Wales svaraði spurningum eftir 3-0 tap í æfingalandsleik gegn Englandi í gærkvöldi.

England komst í þriggja marka forystu á fyrstu 20 mínútum leiksins og tókst gestunum frá Wales ekki að minnka muninn.

„Þetta er mikilvægur undirbúningur fyrir heimaleikinn gegn Belgíu á mánudaginn. Við vildum spila gegn erfiðum andstæðingum til að sjá hvar við stöndum, og við fengum okkar svar. Við gátum alveg spilað æfingaleik við Litháen í staðinn, án þess að sýna þeim neina vanvirðingu, og spilað leik þar sem við stjórnuðum ferðinni og reyndum að finna glufur á þeirra vörn, en það þykir mér ekki nægilega metnaðarfullt. Hvaða lið viljum við vera? Hvaða þjóðir viljum við bera okkur saman við?" sagði Bellamy að leikslokum.

„Þetta tap gefur okkur hvatningu til að gera betur. Strákarnir verða að læra af þessu, við viljum ekki lenda í svona tapleik aftur og við þurfum að spila betur á mánudaginn. Það er hollt fyrir strákana að fá svona skell. Þeir rassskelltu okkur og það eru skiptin sem maður lærir mest af."

Bellamy vill að Wales spili hápressu fótbolta með mikið af sóknarleik, en viðurkennir að það eigi ekki við gegn öllum andstæðingum.

„Þegar ég sé þetta enska landslið þá eru þeir ótrúlega stórir, sterkir, fljótir og grimmir. Ef við viljum vera samkeppnishæfir gegn svona þjóðum þá þurfum við að vera upp á okkar allra besta. Við verðum að vera upp á okkar besta á mánudaginn. Ég hlakka til."

Wales er í þriðja sæti J-riðils í undankeppni HM, með 10 stig eftir 5 umferðir. Liðið er í toppbaráttu við Belgíu og Norður-Makedóníu.

   06.10.2025 17:00
Bellamy: Sögðu að ég væri að taka við sökkvandi skipi

Athugasemdir
banner