Tyrique George, leikmaður Chelsea á Englandi, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið þegar janúarglugginn opnar.
Fjölmörg félög í Meistara- og Evrópudeildinni vildu fá George í sumar og komst Fulham næst því að krækja í hann undir lok gluggans, en skiptin duttu upp fyrir sig.
George, sem er 19 ára gamall, er aðallega hugsaður sem vængmaður hjá Chelsea, en félagið er fyrir með þá Pedro Neto, Estevao, Jamie Gittens og Alejandro Garnacho auk þess sem Geovany Quenda gengur í raðir félagsins frá Sporting á næsta ári og því ekkert pláss fyrir George í hópnum.
Sky Sports segir því líklegustu niðurstöðuna að George fari frá félaginu í janúar.
Þrátt fyrir mikla samkeppni hefur George spilað fimm leiki með Chelsea á tímabilinu og komið að tveimur mörkum.
Athugasemdir