Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
banner
   fim 09. október 2025 15:03
Elvar Geir Magnússon
Watkins fremstur hjá Englandi og Rice með bandið
Ollie Watkins verður fremsti maður Englands í kvöld.
Ollie Watkins verður fremsti maður Englands í kvöld.
Mynd: EPA
Ollie Watkins fær sinn fyrsta byrjunarliðsleik með enska landsliðinu síðan í nóvember þegar hann verður í fremstu víglínu í vináttulandsleik gegn Wales í kvöld.

Fyrirlinn Harry Kane varð fyrir meiðslum í leik með Bayern München um síðustu helgi en vonast til að geta spilað gegn Lettum í undankeppni HM á þriðjudag.

Watkins fær tækifæri í hans fjarveru en hann skoraði frægt sigurmark gegn Hollendingum á 90. mínútu í undanúrslitum EM 2024. England tapaði svo 2-1 gegn Spáni í úrslitaleiknum.

Villa hefur verið í vandræðum í upphafi tímabils og Watkins aðeins skorað eitt mark, í 3-1 sigri gegn Fulham.

Declan Rice, miðjumaður Arsenal, verður með fyrirliðabandið í kvöld í fjarveru Kane.
Athugasemdir
banner
banner