
Bruno Fernandes vill vera áfram hjá Manchester United, Harry Maguire vonast eftir nýjum samningi og Bernardo Silva er tilbúinn að fara frá Manchester City. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.
Bruno Fernandes (31) fyrirliði Manchester United er ekki með áform um að fara í janúar þrátt fyrir áhuga frá Sádi-Arabíu. (Talksport)
Harry Maguire (32) vonast til að fá nýjan samning á Old Trafford en núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið. (Sun)
Bernardo Silva (31) er tilbúinn í að fara frá Manchester City í lok tímabils. Félög í Sádi og Benfica hafa áhuga á fyrirliðanum. (GiveMeSport)
Chelsea er tilbúið að hlusta á tilboð í enska sóknarmanninn Tyrique George (19) í janúar. (Football Insider)
West Ham, Sociedad og Valencia eru öll á eftir Endrick (19) sóknarmannin Real Madrid og vilja fá hann á láni í janúar. (Estadio Deportivo)
Orlando City vill fá Richarlison frá Tottenham næsta sumar. (Fabrizio Romano)
Dusan Vlahovic (25) vill fara í ensku úrvalsdeildina á næsta ári og hallast að Chelsea eða Tottenham. (TBR Football)
Man Utd hefur tekið forystuna í baráttunni við Liverpool um að fá Antoine Semenyo (25) sóknarmann Bournemouth. (Caught Offside)
Athugasemdir