Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maguire í viðræðum við Man Utd
Mynd: EPA
Manchester United er í viðræðum við Harry Maguire um nýjan samning en núgildandi samningur rennur út næsta sumar. Það er Fabrizio Romano sem segir frá.

Maguire er 32 ára sem hefur ekki verið hluti af byrjunarliði Man Utd í byrjun tímabils en hefur verið í stóru hlutverki frá komu sinni frá Leicester sumarið 2019. Þá var enski miðvörðurinn keyptur á 80 milljónir punda og varð með því dýrasti varnarmaður sögunnar.

Ráðamenn hjá United eru ánægðir með framlag Maguire sem er í leiðtogahlutverki í leikmannahópnum.

Teymi Maguire hefur fundað með United og búast má við að viðræður haldi áfram á næstunni.
Athugasemdir