Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 16:30
Kári Snorrason
Hákon getur ekki beðið - „Langar helst til að fara sofa og vakna á morgun“
Eimskip
Hákon Arnar á æfingu á þriðjudaginn.
Hákon Arnar á æfingu á þriðjudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Hákon Arnar Haraldsson mun bera fyrirliðaband íslenska landsliðsins í leik þeirra á morgun gegn Úkraínu í undankeppni HM. Með sigri er Ísland með fimm stiga forystu á Úkraínu í baráttunni um annað sætið í riðlinum sem tryggir liðinu í umspil um að komast á HM. 


Hákon var spurður út í það hvernig er að vera með fyrirliðabandið og að leiða liðið út fyrir fullum Laugardalsvelli.

„Þetta er stærsti heiður sem maður getur fengið sem knattspyrnumaður, að vera fyrirliði þjóðar sinnar. Ég er þakklátur og klár í morgundaginn. Ég get eiginlega ekki beðið, langar helst að fara sofa og vakna á morgun.“ 

Arons Einar Gunnarsson, fyrrum fyrirliði landsliðsins, er kominn aftur í landsliðshópinn eftir að hafa glímt við meiðsli. Hákon var spurður út í samband þeirra. 

„Hann er alltaf að hjálpa mér og Orra (Steini Óskarssyni). Óþarflega langt síðan að Orri var hérna, en Aron er alltaf tilbúinn að hjálpa. Ef ég hef einhverjar spurningar þá er hann alltaf klár. Geggjað að hafa hann.“ 


Athugasemdir
banner
banner
banner