Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Glasner hættur að fylgjast með fjölmiðlum útaf öllu bullinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Oliver Glasner hefur verið að gera frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Crystal Palace eftir að hann tók við félaginu fyrir einu og hálfu ári síðan.

Glasner hefur verið orðaður við ýmis stór störf og núna nýlegast við þjálfarastöðuna hjá Þýskalandsmeisturum FC Bayern. Vincent Kompany er við stjórnvölinn þar og að gera góða hluti.

Glasner fylgist ekki mikið með fjölmiðlum en það kemur fyrir í viðtölum að hann sé spurður út í einhverja orðróma. Það var tilfellið í dag þegar hann var spurður hvort það væri hans markmið að taka við Bayern sem fyrst.

„Mér finnst fyndið þegar annað fólk þykist vita hvað ég vil gera með framtíðina mína án þess að hafa talað við mig," svaraði Glasner þegar hann var spurður út í orðróminn, en belgíski 'fréttamaðurinn' Sacha Tavolieri átti upprunann. Hann er þekktur fyrir að vera mjög óáreiðanlegur en því miður eru til fréttamiðlar sem endurtaka það sem hann segir fyrir smellina.

„Ég er hættur að fylgjast of mikið með fjölmiðlum útaf því að það er svo mikið af bulli sem kemur fram þar. Ég fylgist lítið með þeim hvort sem við erum að vinna eða tapa, þetta er svo mikil vitleysa."

Bayern vildi fá Glasner til starfa hjá sér í fyrra en náði ekki samkomulagi við Crystal Palace og réði Vincent Kompany í stöðuna að lokum.

Undir stjórn Glasner vann Palace bæði FA bikarinn og Samfélagsskjöldinn auk þess að fara í gegnum 19 leiki í röð í öllum keppnum án taps. Glasner vann Evrópudeildina með Frankfurt tímabilið 2021-22 og var ráðinn til Palace í febrúar 2024.

Palace er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, með 12 stig eftir 7 umferðir - fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal.

   07.10.2025 20:16
Pardew: Glasner mun fara ef Palace kemst í Meistaradeildina

Athugasemdir
banner