
„Mér líður illa. Inn á vellinum leið mér mjög vel stóran hluta leiksins. Mér fannst við stjórna leiknum með boltann en við gerum mistök og hleypum þeim inn í leikinn. Þeir voru með 0,6 í xG og skora fimm mörk. Það er bara óheyrt en svona er þetta," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 3-5 tap gegn Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 5 Úkraína
„Ég hef aldrei séð svona áður, að lið skori fimm mörk með svona lítið í xG. Svona er þetta bara, svona er fótboltinn."
Ísak gerði slæm mistök rétt fyrir hálfleik sem urðu til þess að Úkraína gerði sitt þriðja mark.
„Ég tók þessa sendingu fimm sinnum í leiknum. Hún heppnaðist fjórum sinnum en í fimmta skiptið var hún lesin. Ég mun halda áfram að taka þessar sendingar á milli línanna en ég verð líka að læra að velja rétta tímapunktinn. Mistök eru partur af þessu en ég er ekki að fara að breyta mínum leikstíl út af einum mistökum," sagði Ísak.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir