Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   sun 10. nóvember 2019 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn í dag - Atletico fær Espanyol í heimsókn
Spænski boltinn heldur áfram að rúlla í dag, þar eru fimm flottir leikir á dagskrá.

Mallorca og Villarreal eiga fyrsta leik dagsins, leikurinn hefst klukkan 11:00. Mallorca í fallbaráttu en Villarreal að berjast um miðja deild.

Klukkan 13:00 tekur Athletic Bilbao á móti Levante, liðin eru jöfn að stigum og eru líkt og Villarreal að berjast um miðja deild.

Atletico Madrid og Espanyol mætast klukkan 15:00, liðin eru á mjög ólíkum stöðum í deildinni. Atletico í toppbaráttu en Espanyol í fallbaráttu.

Klukkan 17:30 fær Getafe, Osasuna í heimsókn. Aðeins munar einu stigi á liðunum sem eru í efri hluta deildarinar, Getafe með 19 stig en Osasuna með 18 stig.

Lokaleikur 14. umferðar spænsku úrvalsdeildarinnar er viðureign Real Betis og Sevilla. Heimamenn fjórum stigum frá fallsæti en Sevilla hins vegar í mun betri málum í Evrópubaráttu.

Sunnudagur 10. nóvember.
11:00 Mallorca - Villarreal
13:00 Athletic - Levante
15:00 Atletico Madrid - Espanyol (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Getafe - Osasuna
20:00 Betis - Sevilla (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 16 4 4 8 20 24 -4 16
15 Osasuna 15 4 3 8 14 18 -4 15
16 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
17 Girona 16 3 6 7 15 30 -15 15
18 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir
banner
banner