Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. nóvember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Þessi ófaglegi leikmaður þarf að finna sér nýtt félag í janúar
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Rick Karsdorp er sagður vera þessi umræddi leikmaður
Rick Karsdorp er sagður vera þessi umræddi leikmaður
Mynd: EPA
Einn ónefndur leikmaður Roma má finna sér nýtt félag í janúar en þetta sagði Jose Mourinho, þjálfari félagsins, í viðtali við DAZN í gær. Viðhorf leikmannsins í 1-1 jafnteflinu gegn Sassuolo var óásættanlegt.

Tammy Abraham kom Roma yfir á 80. mínútu leiksins en fimm mínútum síðar jöfnuðu heimamenn með marki frá Andrea Pinamonti af stuttu færi upp í þaknetið.

Eftir leikinn sagði Mourinho í viðtali að hann væri ánægður með fimmtán af þeim sextán leikmönnum sem hann notaði í leiknum, en að einn hafi þó brugðist sér.

Sá leikmaður fá finna sér nýtt félag í janúar en Corriere dello Sport heldur því fram að umræddur leikmaður sé hollenski bakvörðurinn Rick Karsdorp.

„Það var lið sem vildi vinna gegn erfiðum andstæðingi og mér þykir það leitt að framlag liðsins hafi verið svikið af einum ófagmannlegum leikmanni þess,“

„Þetta er ófaglegt viðhorf sem er ekki sanngjarnt fyrir liðsfélaga hans og er ég vonsvikinn með hann. Stig á útivelli er ekki neikvæð úrslit og ég er í heildina ánægður með viðhorf hópsins,“
sagði Mourinho sem vildi þó ekki nafngreina manninn.

„Ég ætla ekki að segja ykkur það. Ég var með 16 leikmenn á vellinum í kvöld og var ég mjög hrifinn af viðhorfinu hjá öllum nema einum. Hann þarf að finna sér nýtt félag í janúar,“ sagði Mourinho í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner