Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 10. desember 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pickford undirbúinn fyrir allt - Æfir vítaspyrnur
Mynd: Getty Images

Það hefur nokkrum sinnum þurft að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna sigurvegara í viðureignum útsláttakeppninnar hingað til á HM.


England og Frakkland mætast í dag í stórleik og það má alveg búast við slíku þar. Jordan Pickford markvörður enska liðsins æfir auðvitað reglulega að verja víti en hann er einnig tilbúinn til að taka eina slíka.

„Ég hef verið að æfa mig að taka nokkrar líka. Þú verður að vera tilbúinn í hvað sem er. Þú getur ekki, ekki æft þær og þegar þú ferð í keppni hugsað: Ég spjara mig. Ég verð að vera klár í að taka eina og verja þær," sagði Pickford.

Pickford tók vítaspyrnu gegn Sviss í Þjóðadeildinni árið 2019 sem tryggði liðinu 3. sæti og varði einnig víti í sömu keppni.


Athugasemdir
banner
banner