Miðjumaðurinn Dimitrije Cokic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Ægi.
Cokic, sem er 27 ára gamall, kom til Ægis árið 2021, en áður hafði hann spilað með félögum í Albaníu og Serbíu.
Á þessum tveimur árum í Ægi hefur hann skorað 16 mörk í 67 leikjum með liðinu.
Hann hefur nú skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið og mun því taka slaginn í 2. deild á næsta ári.
Ægismenn sóttu níu stig í Lengjudeildinni á síðasta tímabili, en liðið fékk sæti í deildinni eftir að stjórn KSÍ hafnaði þátttökutilkynningu Kórdrengja.
Athugasemdir