Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   sun 10. desember 2023 11:40
Aksentije Milisic
Lautaro átt frábært ár - Gæti bætt met Vieri og Milito
Mynd: EPA

Lautaro Martinez, fyrirliði Inter Milan, skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Udinese í gær og komst liðið á toppinn í Serie A deildinni á ný.


Argentínumaðurinn knái hefur átt magnað ár en hann hefur skorað alls 28 mörk í Serie A á þessu ári. Inter á þrjá leiki eftir og eru þeir gegn Lazio, Lecce og Genoa.

Christian Vieri gerði slíkt hið sama árið 2001 í treyju Inter og þá skoraði Diego Milito einnig 28 deildarmörk árið 2012 fyrir Inter. Lautaro hefur nú jafnað þessa menn og er kappinn nú í dauðafæri á að bæta metið.

Lautaro hefur lengi verið orðaður við Barcelona og stærstu liðin á Englandi en honum virðist líða mjög vel á Ítalíu og hefur hann engan áhuga á að yfirgefa Inter. Hann sagði á dögunum að hann vonast eftir að skrifa undir nýjan samning við félagið fljótlega eftir jól.

Lautaro varð heimsmeistari með Argentínu á síðasta ári og þá fór hann með Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner