Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   sun 10. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfarateymið hjá Þór klárt
Mynd: Thorsport
Þórsarar hafa gengið frá þjálfaramálunum fyrir komandi keppnistímabil.

Sigurður Heiðar Höskuldsson var á dögunum ráðinn sem aðalþjálfari Þórsara. Hann tekur við keflinu af Þorláki Árnasyni og skrifaði undir samning til 2026.

Sveinn Leó Bogason verður honum til halds og trausts. Hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks síðustu tvö ár og hefur nú framlengt út tímabilið með möguleika á að framlengja um annað ár.

Jónas L. Sigursteinsson mun halda áfram að sjá um markmannsþjálfun félagsins. Hann hefur áratuga reynslu af þjálfun og komið að þjálfun nær allra flokka félagsins. Hann hefur einnig þjálfað hjá Vestra.

Stefán Ingi Jóhannsson verður styrktarþjálfari félagsins. Hann hefur komið að bæði sjúkra- og styrktarþjálfun Þórsara síðustu ár, en fær nú stærra hlutverk innan félagsins.

Arnar Geir Halldórsson var þá ráðinn í nýtt starf. Hann verður yfirþjálfari og mun þar leiða afreksstarf yngstu leikmanna meistaraflokks auk annarra verkefna. Hann hefur verið yfirþjálfari yngri flokka frá 2020 og mun halda því áfram, með sérstaka áherslu á 2.- 4. flokk.
Athugasemdir
banner
banner
banner