Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   sun 10. desember 2023 13:30
Aksentije Milisic
Willum spilaði í tapi GAE - Þriðji leikurinn í röð án sigurs
Mynd: Go Ahead Eagles

Íslenski landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson var í byrjunarliðinu að vanda hjá Go Ahead Eagles en liðið tók á móti Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag.


Willum spilaði allan leikinn í 0-2 tapi en liðinu hefur gengið illa að finna sigra að undanförnu. Þetta var þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Go Ahead Eagles en liðið er í sjötta sæti deildarinnar.

Sigur í dag hefði komið liðinu upp fyrir Ajax og í fimmta sætið en það varð ekki raunin. Lið Ajax hefur verið að rétta mikið úr kútnum en stutt er síðan liðið var í fallbaráttu.

Victor Jensen og Bart Ramselaar sáu um að klára leikinn fyrir gestina í Utrecht en þeir eru í ellefta sæti deildarinnar. 


Athugasemdir
banner
banner
banner