Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. janúar 2019 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Guðni varð að taka ákvörðun fyrir fótboltann fram yfir vinskap
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Sverrisson er hættur með U21 landslið karla og Arnar Þór Viðarsson tekinn við.
Eyjólfur Sverrisson er hættur með U21 landslið karla og Arnar Þór Viðarsson tekinn við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson formaður KSÍ var í löngu viðtali við Miðjuna á Fótbolta.net í gær þar sem farið var um víðan veg. Hann sagði frá því viðtalinu að það hafi verið sér erfitt að endurnýja ekki samning Eyjólfs Sverrissonar vinar síns og þjálfara U21 árs landsliðs karla en hann hafi orðið að taka rétta ákvörðun fyrir fótboltann.

Miðjan - Guðni Bergs ræðir mótframboð og fleira

Í síðustu viku tók Arnar Þór Viðarsson við U21 landsliðinu með Eið Smára Guðjohnsen sér til hliðar og þar með lauk tíu ára starfi Eyjólfs Sverrissonar með liðið. Guðni og Eyjólfur eru gamlir liðsfélagar úr landsliðinu en nú þurfti formaðurinn að tilkynna honum um breytingar.

„Það er erfitt þegar maður lendir í því gagnvart fólki sem maður lítur á sem vini sína og kunningja að endurráða ekki eins og ég lenti í," sagði Guðni.

„Ég var kjörinn til að leiða þessa hreyfingu og taka ákvarðanir sem eru bestar fyrir fótboltann og komandi árangur liðanna. Ég tók þessar ákvarðanir og mér finnst mér spennandi að fá Eið Smára til starfa innan starfa innan sambandsins með Arnari Viðars sem hefur gert svo góða hluti í Belgíu og er með góðan bakgrunn. Ég held að það geti orðið kröftugt teymi."

Eyjólfur tók við U21 árs liðinu öðru sinni árið 2009 og hafði stýrt því samfleytt síðan þá en hann hafði áður stýrt A-landsiðinu 2005-2009.

„Eyjólfur var búinn að vinna frábært starf í tíu ár með Tómasi Inga Tómassyni sem aðstoðarmann. Okkur fannst bara tími til breytinga og ákvörðun var tekin um það," sagði Guðni.

„,Við ræddum þetta og hann var tilbúinn að vera áfram með liðið en þessi ákvörðun var tekin með þá sýn að það væri ágætt að breyta til. Tíu ár eru langur tími í fótboltanum og þjálfun. Það var ein stór ástæða auk þess sem þeir sem voru að koma inn skapi og gefi okkur möguleika fyrir framtíðina."

Sjá einnig:
Miðjan - Guðni Bergs ræðir mótframboð og fleira
Guðni Bergs: Hvatti Geir til að endurskoða ákvörðun sína
Athugasemdir
banner
banner