Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. janúar 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Heimir á mikið verk fyrir höndum - Latasta liðið og lélegast í sendingum
Icelandair
Heimir Hallgrímsson og Bjarki Már Ólafsson.
Heimir Hallgrímsson og Bjarki Már Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir fylgist með leiknum gegn Al Gharafa í gær.
Heimir fylgist með leiknum gegn Al Gharafa í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það er ansi margt sem hefur komið okkur á óvart hérna. Bæði í sambandi við umgjörð, leikmannahóp, aðstöðu og tæknimöguleika. Það er allt svolítið nýtt fyrir mér hérna og það er gaman að taka þátt í því að koma inn í þennan klúbb og reyna að breyta honum," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi, í viðtali í Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni.

Heimir tók í síðasta mánuði við Al Arabi sem er fornfrægt félag í Katar. Al Arabi hefur ekki náð að landa titlum undanfarin ár en liðið er í augnablikinu í 6. sætinu í úrvalsdeildinni í Katar.

Í gær gerði Al Arabi 1-1 jafntefli við Al Gharafa í deildabikarnum en þar var Al Arabi með hálfgert varalið. Alvaran byrjar í febrúar þegar deildin í Katar fer aftur í gang eftir vetrarfrí. Heimir segir að mikið verk sé framundan við að reyna að bæta liðið og ná betri árangri.

„Við höfum tapað fyrir öllum liðunum fyrir ofan okkur en unnið liðin fyrir neðan okkur. Við vorum að skoða tölfræðina eftir fyrri hlutann og við erum með latasta liðið í deildinni, hlaupum minnst. Við erum lélegasta sendingaliðið í deildinni. Við eigum flestar feilsendingar og fæstar sendingar. Það er ansi mikil vinna framundan og það var vitað þegar við tókum við," sagði Heimir.

Reynir að fá fleiri á völlinn
Fáir stuðningsmenn mæta á leiki hjá Al Arabi en þeim hefur fækkað mikið undanfarin ár. Heimir á að reyna að endurvekja áhuga á liðinu.

„Einn anginn af þessu verkefni okkar er að reyna að búa til lið sem vekur áhuga og fær fólk á völlinn. Þetta er lið sem ætti að geta dregið að sér flesta áhorfendur ef vel gengur," sagði Heimir.

Í Miðjunni ræðir Heimir áhorfendafjöldan í Katar betur og útskýrir af hverju fólk er ekki duglegt við að fara á völlinn þar.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner