Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 11. janúar 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Keppni í skosku neðri deildunum stöðvuð vegna Covid-19
Búið er að fresta keppni í öllum deildum skoska fótboltans sem eru fyrir neðan B-deildina. Frestunin gildir í þrjár vikur og eru vegna fjölgunar Covid-19 smita á Bretlandseyjum.

Í skosku úrvalsdeildinni og B-deildinni verða leikmenn og starfsmenn skimaðir í hverri viku.

Skoskum bikarleikjum hefur einnig verið frestað.

Í yfirlýsingu frá skoska knattspyrnusambandinu segir að yfirvöld hafi viljað fækka ferðalögum.
Athugasemdir