Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. janúar 2022 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fylkir að valta yfir Íslandsmeistarana - þrjú mörk á 17 mínútum
Nikulás Val Gunnarsson
Nikulás Val Gunnarsson
Mynd: Haukur Gunnarsson
Víkingur og Fylkir eigast við í Reykjavíkurmótinu þessa stundina en leikurinn hófst kl 19.

Víkingur eru ríkjandi Íslands og bikarmeistarar en Fylkir féll úr Pepsi Max-deildinni eftir að liðið endaði í neðsta sæti.

Undirbúningstímabilið fyrir næstu leiktíð er komin á fullt og þá er ekki spurt af því hvernig fór á því síðasta. Fylkir komst í 3-0 eftir aðeins 17 mínútur í kvöld.

Ómar Björn Stefánsson kom Árbæingum yfir, Nikulás Val Gunnarsson bætti öðru marki við með glæsilegu skoti. Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði þriðja markið en það var ansi klaufalegt mark.

Logi Tómasson sendi boltann til baka á Þórð í markinu en hann náði ekki að taka við boltanum og hann stefndi í markið, Þórður Gunnar náði að renna sér í boltann og skora.
Athugasemdir
banner
banner
banner