Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. janúar 2022 09:25
Elvar Geir Magnússon
Liverpool til í að virkja ákvæði í samningi Kounde
Powerade
Jules Kounde.
Jules Kounde.
Mynd: EPA
Rudiger vill frekar fara til Real Madrid en PSG.
Rudiger vill frekar fara til Real Madrid en PSG.
Mynd: EPA
Steven Bergwijn er meðal leikmanna sem eru orðaðir við Newcastle.
Steven Bergwijn er meðal leikmanna sem eru orðaðir við Newcastle.
Mynd: EPA
Manchester United ræðir um Zakaria.
Manchester United ræðir um Zakaria.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Janúarglugginn er galopinn og nóg að gerast í slúðrinu. Kounde, Rudiger, Ake, Modric, Schick, Ndombele, Bergwijn og fleiri koma við sögu í pakkanum í dag.

Liverpool er tilbúið að virkja 75 milljóna punda riftunarákvæði í samningi franska varnarmannsins Jules Kounde (23) hjá Sevilla í þessum mánuði. Chelsea og Real Madrid hafa einnig áhuga. (El Nacional)

Antonio Rudiger (28) er sagður frekar vilja fara til Real Madrid en Paris Saint-Germain ef hann yfirgefur Chelsea. Samningur þýska varnarmannsins á Stamford Bridge rennur út í sumar. (Football London)

PSG ku hafa boðið Rudiger sjö milljónir evra á ári eftir skatt, meira en spænska félagið hefur boðið. (Footmercato)

Edinson Cavani (34) er klár í að vera hjá Manchester United út tímabilið eftir að hafa fundað með Ralf Rangnick. (Mirror)

AC Milan íhugar að gera tilboð í hollenska varnarmanninn Nathan Ake (26) hjá Manchester City eftir að ítalska félagið missti Simon Kjær (32) á meiðslalistann út tímabilið. (Sun)

Manchester City gæti reynt að fá króatíska miðjumanninn Luka Modric (36) sem er óánægður með nýtt samningstilboð frá Real Madrid. Núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið. (El Nacional)

Newcastle hyggst nota 50 milljónir punda til að reyna að fá Patrik Schick (25), tékkneska landsliðsmanninn hjá Bayer Leverkusen. Leit félagsins að nýjum sóknarmanni er orðin örvæntingafyllri. (Sky Sports)

Paris St-Germain, AC Milan, Roma, Lyon, Barcelona og Newcastle United eru meðal félaga sem hafa áhuga á franska miðjumanninum Tanguy Ndombele (25) en framtíð hans hjá Tottenham er í óvissu. Stuðningsmenn Spurs bauluðu á hann þegar hann var tekinn af velli í sigrinum gegn Morecambe. (Star)

Newcastle gæti barist við Ajax um hollenska vængmanninn Steven Bergwijn (24) en umboðsmenn leikmannsins vilja að hann verði lánaður frá Tottenham. (90min)

Ajax hefur þegar gert 15 milljóna punda tilboð í Bergwijn og vonast til að klára kaupin áður en liðið mætir Utrecht næsta sunnudag. (Telegraaf)

Newcastle er komið langt í viðræðum við Reims um franska sóknarmanninn Hugo Ekitike (19) sem myndi kosta tæplega 30 milljónir punda. (90min)

Vonir Newcastle um að fá varnarmanninn Sven Botman (21) frá Lille í janúarglugganum virðast vera orðnar að engu. Franska félagið neitar að selja. Brasilíumaðurinn Diego Carlos (28) hjá Sevilla og Frakkinn Benoit Badiashile (20) hjá Mónakó eru enn í myndinni hjá Newcastle. (Athletic)

Newcastle gæti snúið sér að enska miðverðinum Mason Holgate (25) hjá Everton. (Give Me Sport)

Tottenham mun skoða tilboð í enska miðjumanninn Dele Alli (25) og írska varnarmanninn Matt Doherty (29) í janúarglugganum. (Sky Sports)

Tottenham er að vinna baráttuna um Fílabeinsstrendinginn Franck Kessie (25). Samningur hans við AC Milan rennur út í sumar. (Rudy Galetti)

Manchester United hefur rætt við Borussia Mönchengladbach um svissneska miðjumanninn Denis Zakaria (25) en hefur ekki gert formlegt tilboð. (Fabrizio Romano)

Chelsea er í viðræðum við Lyon um að kalla ítalska varnarmanninn Emerson Palmieri (27) til baka úr láni þar sem Ben Chilwell er meiddur. (Mail)

West Ham er að skoða lánssamning fyrir senegalska varnarmanninn Abdou Diallo (25) hjá Paris Saint-Germain. (RMC Sport)

Ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á Lyndon Dykes (26), sóknarmanni Queens Park Rangers. Newcastle, Burnley, Crystal Palace og Norwich City hafa áhuga á skoska landsliðsmanninum, sem fæddist í Ástralíu. Skotlandsmeistarar Rangers og topplið ensku Championship-deildarinnar, Bournemouth, hafa einnig áhuga. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner