Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   mið 11. janúar 2023 11:03
Elvar Geir Magnússon
Leicester reynir að fá Nico Gonzalez
Nico Gonzalez.
Nico Gonzalez.
Mynd: Getty Images
Leicester City hefur sett sig í samband við Fiorentina til að ræða um vængmanninn Nicolas Gonzalez.

Gonzalez er 24 ára örvfættur hægri vængmaður sem hefur verið efstur á óskalista Brendan Rodgers í nokkurn tíma.

Þessi 24 ára Argentínumaður gekk í raðir Fiorentina frá Stuttgart fyrir 18 mánuðum og hefur spilað frábærlega á Ítalíu, skorað 13 mörk og átt 9 stoðsendingar í 50 leikjum.

Hann mun líklega kosta Leicester um 25 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner