Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. febrúar 2020 23:07
Aksentije Milisic
Dómari í eins árs bann fyrir að skalla leikmann
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ótrúlegt atvik átti sér stað í áttundu deild ítalska boltans á dögunum. Ítalski miðilinn Gazetta greinir frá þessum fréttum.

Dómari í áttundu efstu deild rak leikmann út af með rautt spjald en eftir leikinn beið dómarinn eftir leikmanninum og skallaði hann. Ekki er vitað hvers vegna eða hvað fór á milli þeirra tveggja á meðan leiknum stóð.

Dómarinn hefur verið dæmdur í eins árs bann frá sambandinu en þetta er í fyrsta skipti á Ítalíu sem svona þung refsing er gefin til dómara.

Ótrúlegt mál en þá er talið að leikmaðurinn hafi sagt eitthvað mjög óviðeigandi við dómarann sem varð til þess að hann brást svona við að leik loknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner