Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 11. febrúar 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Villarreal hafnaði tilboði Liverpool í Chukwueze
Samuel Chukwueze
Samuel Chukwueze
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Villarreal hafnaði 35 milljón evra tilboði Liverpool í nígeríska vængmanninn Samuel Chukwueze í janúar. France Football greinir frá þessu.

Liverpool fékk aðeins einn leikmann í glugganum en Takumi Minamino kom frá RB Salzburg í Austurríki fyrir um það bil 7,75 milljón punda.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, vildi stækka hópinn enn meira og samkvæmt France Football þá lagði félagið fram 35 milljón evra tilboð í Chukwueze hjá Villarreal.

Chukwueze er 20 ára gamall en hann kom til Villarreal árið 2017 og var fljótur að vinna sig upp. Hann á nú yfir 60 leiki að baki með liðinu í spænsku deildinni og þykir með efnilegustu leikmönnum deildarinnar.

Villarreal hafnaði því tilboði Liverpool en hann er með klásúlú í samningnum upp á 100 milljónir evra.

Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn í Nígeríu árið 2019 og var þá níundi í valinu á besta U21 leikmanni heims.


Athugasemdir
banner
banner