Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. febrúar 2021 17:00
Miðjan
Stefnir á að Vestri fari upp í Pepsi Max-deildina í ár
Samúel Samúelsson formaður Vestra.
Samúel Samúelsson formaður Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er klárt mál að við viljum fara upp með þetta lið," segir Samúel Samúelsson, formaður Vestra, í viðtali í „Miðjunni" á Fótbolta.net.

Nýliðar Vestra enduðu í 7. sæti í Lengjudeildinni í fyrra en Sammi vill nú stíga næsta skref og fara með liðið upp í Pepsi Max-deildina.

„Markmiðið er alltaf hátt fyrir vestan og á hverju einasta ári geri ég kröfur sem eru kannski ekki einu sinni raunhæfar. Kröfurnar í ár eru að fara upp í Pepsi Max-deildina. Mannskapurinn núna er góður og við eigum eftir að styrkja liðið. Það eru einhverjar breytingar en samt ekki miklar."

„Minn draumur er að Vestri spili í efstu deild einhverntímann. Ég held að það myndi gera svo mikið fyrir samfélagið ef við værum að fá lið eins og KR, FH, Breiðablik og Val á Ísafjörð."


Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni en þar ræðir Sammi meðal annars tillögur fyrir ársþing KSÍ og af hverju hann styður 14 liða efstu deild.
Miðjan - Sammi hefur fengið 90 útlendinga til Ísafjarðar
Athugasemdir
banner
banner