Spænska dagblaðið El Confidencial segir frá því að Eric Abidal, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, hafi mætt á æfingu hjá aðalliði Börsunga eftir umdeilt viðtal sitt við Sport. Stöðva hafi þurft æfinguna vegna þess hve reiður Lionel Messi var.
                
                
                                    Í viðtali sakaði Abidal leikmenn Barcelona um að leggja sig ekki alla fram undir stjórn Ernesto Valverde, sem var rekinn í janúar fyrr á þessu ári.
Messi, stórstjarnan í liði Barcelona, er ekki vanur að tjá sig mikið opinberlega utan vallar, en í þetta skiptið gerði hann það. Hann var ósáttur við þessa gagnrýni og vildi að Abidal myndi nefna nöfn.
Samkvæmt El Confidencial þá mætti Abidal, degi eftir að viðtalið var birt, á æfingu hjá Barcelona. Messi sá Abidal og stöðvaði æfinguna. Hann fór til Abidal og lét sinn fyrrum liðsfélaga heyra það. Liðsfélagar Messi reyndu að róa hann.
Mikið hefur á gengið hjá Barcelona utan vallar á tímabilinu, en liðið er þrátt fyrir það á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með tveggja stiga forystu á Real Madrid.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                        
        
         
                    
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
