Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 11. mars 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Allir á bekknum hjá Leipzig væru í liðinu hjá mér
Það er þungt yfir Mourinho þessa dagana.
Það er þungt yfir Mourinho þessa dagana.
Mynd: Getty Images
„Allir leikmennirnir á bekknum hjá Leipzig væru í byrjunarliðinu hjá mér í augnablikinu," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir 3-0 tapið gegn RB Leipzig í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Tottenham var án Steven Bergwijn, Ben Davies, Harry Kane, Davinson Sánchez, Moussa Sissoko og Son Heung-min í gær en þeir eru á meiðslalistanum.

„Við eigum við mörg vandamál að stríða og þetta er mjög erfitt. Ég var jákvæður í gær (í fyrradag) og ég þarf að vera þannig. Raunveruleikinn er hins vegar annar."

„Annað liðið er mun sterkara. Auðvitað var þetta erfitt og Leipzig verðskuldar klárlega að fara í 8-liða úrslit. Öll lið í heimi myndu lenda í vandræðum ef að það myndi vanta fimm eða sex mikilvægustu mennina. Svo einfalt er það."


Sjá einnig:
Mourinho: Held að það sé gott fyrir okkur að detta út
Athugasemdir
banner
banner