Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 11. mars 2020 17:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrslitaleik konungsbikarsins frestað - Átti að vera 18. apríl
Spænska knattspyrnusambandið hefur staðfest að úrslitaleik spænska konungsbikarsins verði frestað.

Athletic Bilbao átti að mæta Real Sociedad þann 18. apríl.

Talsmaður knattspyrnusambandsins segir frá því að það sé vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Ekki er vitað hvenær eða hvort leikurinn muni fara fram en hann átti að fara fram á La Cartuja leikvangingum í Sevilla.
Athugasemdir
banner