lau 11. mars 2023 13:23
Aksentije Milisic
Bournemouth leiðir gegn Liverpool í hálfleik - Billing heitur
Mynd: EPA

Þessa stundina eigast við Bournemouth og Liverpool í fyrsta leik helgarinnar á Englandi. Þegar flautað hefur verið til leikhlés eru nýliðarnir með forystu.


Gestirnir frá Liverpool byrjuðu betur og voru ekki langt frá því að taka forystuna. Bournemouth féll mjög aftarlega á völlinn en Liverpool náði ekki að koma boltanum í netið eftir nokkrar laglegar fyrirgjafir frá Trent Alexander-Arnold.

Það var á 28. mínútu leiksins sem Bournemouth náði hins vegar forystunni eftir flotta sókn. Philip Billing kom þá boltanum í netið eftir sendingu frá Dango Ouattara en Billing var þarna að skora í öðrum leiknum í röð.

Hann kom Bournemouth einnig í forystu gegn Arsenal um síðustu helgi en þar náði Arsenal að skora í uppbótartíma og vinna leikinn.

Eftir þetta mark hjá Billing þá breyttist leikurinn aðeins og var Liverpool ekki jafn ákaft í sóknarleik sínum. Bournemouth náði nokkrum ágætis áhlaupum og er staðan því 1-0 í hálfleik. Liverpool hefur gengið illa í hádegisleikjunum á þessari leiktíð.

Sjáðu markið hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner