Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 11. mars 2023 16:36
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Crystal Palace og Man City: De Bruyne og Walker bekkjaðir
Mynd: EPA

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fer fram á Selhurst Park í London en þar mætast Crystal Palace og Manchester City.


Palace er fimm stigum frá fallsæti en liðið hefur ekki unnið einn einasta leik á þessu ári í tíu tilraunum. Síðasti sigur liðsins kom þann 31. desember á síðasta ári gegn Bournemouth.

Man City er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum frá toppnum. Englandsmeistararnir hafa unnið fjóra leiki af síðustu fimm í deildinni og þá komst liðið einnig áfram í enska bikarnum.

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, gerir tvær breytingar frá síðasta leik en Jeffrey Schlupp og Luka Miliovojevic koma inn í liðið fyrir þá Ebere Eze og Cheick Doucoure.

Pep Guardiola, stjóri Man City, gerir tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Newcastle. Kevin de Bruyne er settur á bekkinn ásamt Kyle Walker en sá síðarnefndi var í smá brasi utan vallar í vikunni.

Inn koma þeir Bernardo Silva og John Stones.

Crystal Palace: Guaita; Clyne, Andersen, Guehi, Mitchell; Lokonga, Miliovojevic, Schlupp; Olise, Ayew, Zaha.
(Varamenn: Whitworth, Ward, Tomkins, Eze, Mateta, Edouard, Richards, Ahamada, Reidewald.)

Manchester City: Ederson; Stones, Dias, Akanji, Ake; Rodri, Gundogan, Bernardo; Foden, Haaland, Grealish.
(Varamenn: Ortega, Walker, Phillips, Laporte, De Bruyne, Alvarez, Mahrez, Palmer, Lewis.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner