Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 11. mars 2023 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Napoli aftur á sigurbraut
Napoli er með átján stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar eftir 2-0 sigurinn á Atalanta í dag.

Toppliðið tapaði fyrir Lazio í síðustu umferð en leikmenn liðsins svöruðu fyrir það í dag.

Napoli skapaði sér öll hættulegustu færin í leiknum en það tók klukkutíma fyrir liðið að brjóta ísinn. Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia gerði það með góðu skoti. Atalanta fór í leit að jöfnunarmarki og fengu Kólumbíumennirnir Duvan Zapata og Luis Muriel fóru illa með fín færi áður en Amir Rrahmani tryggði sigur Napoli með skalla eftir hornspyrnu.

Liðið er nú með 18 stiga forystu á Inter sem er í öðru sæti deildarinnar.

Brasilíski miðvörðurinn Rodrigo Becao tryggði þá Udinese 1-0 sigur á Empoli fyrr í dag.

Úrslit og markaskorarar:

Empoli 0 - 1 Udinese
0-1 Rodrigo Becao ('54 )

Napoli 2 - 0 Atalanta
1-0 Khvicha Kvaratskhelia ('60 )
2-0 Amir Rrahmani ('77 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner
banner