Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 11. mars 2023 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Loksins kom sigur hjá Alfons - Viðar Ari upp úr fallsæti
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar í Twente unnu góðan 3-0 sigur á Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti sigur Twente í mánuð.

Twente fór í gegnum erfiðan kafla síðasta mánuðinn en liðið tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli áður en það mætti Sittard í dag.

Alfons var í byrjunarliði Twente og stóð sig prýðilega alveg þangað til honum var skipt af velli á 62. mínútu.

Twente er í fimmta sæti með 44 stig og gerir sér vonir um að ná Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.

Viðar Ari Jónsson kom þá inn af bekknum á 71. mínútu í 1-0 sigri Honved á Zalaaegerszegi í ungversku úrvalsdeildinni. Þessi sigur var gríðarlega mikilvægur fyrir Honved sem er nú komið upp úr fallsæti og í 9. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner