Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. mars 2023 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Potter hæstánægður með Mudryk - „Elska viðhorfið"
Mynd: Getty Images
Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, var einn besti maður liðsins er það vann Leicester, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann fær mikið lof frá Graham Potter, stjóra félagsins.

Mudryk kom til Chelsea frá Shakhtar fyrir metfé í janúarglugganum og byrjaði frábærlega.

Hann var einn besti maður liðsins í markalausu jafntefli gegn Liverpool en hélt ekki sama flugi í næstu leikjum á eftir.

Úkraínumaðurinn virðist vera að aðlagast leikstíl liðsins og gat Potter ekki annað en hrósað honum fyrir frammistöðuna og viðhorfið.

„Mudryk verður betri með hverjum deginum. Hann er ungur leikmaður sem hefur ekki mikla reynslu, þannig hann verður betri með hverjum leiknum. Viðhorfið hans er stórkostlegt. Ég elska nálgun hans á leikinn,“ sagði Potter.
Athugasemdir
banner
banner