Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. mars 2023 10:40
Aksentije Milisic
Segir stuðningsmennina einstaka - „Borgin mun springa ef við vinnum Evrópudeildina”
Paulo fagnar með Curva Sud.
Paulo fagnar með Curva Sud.
Mynd: EPA
Magnaðir.
Magnaðir.
Mynd: Getty Images

Argentínumaðurinn Paulo Dybala er mjög vinsæll í Róm en hann hefur verið aðalmaðurinn í liði Roma í vetur en liðið hefur verið að spila mjög vel upp á síðkastið.


Roma vann Juventus í Serie A deildinni í síðustu umferð og í kjölfarið vann það 2-0 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni. Uppselt er á alla heimaleiki Roma á Stadio Olimpico en stemningin á vellinum er engu lík.

Liðinu tókst loksins að vinna titil á síðasta tímabili þegar Roma vann Sambandsdeildina. Leonardo Spinazzola, bakvörður Roma, sagði að fögnuðurinn hafi verið miklu meiri heldur en þegar Ítalía varð Evrópumeistari sumarið 2021.

„Það væri ótrúlegt að vinna Evrópudeildina með Roma. Borgin mun springa ef við vinnum keppnina, svipað og þegar Buenos Aires sprakk þegar Argentína varð Heimsmeistari,” sagði Dybala.

„Stuðningsmenn Roma myndu eiga þetta skilið og vonandi getum við farið alla leið. Þeir sem hafa ekki komið á Olimpico skilja þetta ekki. Ég mæli með því. Það eru mjög fáir staðir þar sem þú finnur stemningu eins og þessa,” sagði Dybala en undirritaður hefur farið á völlinn og getur staðfest þessi orð Dybala.

„Það eru margir vellir í Suður-Ameríku með svona stemningu en ekki mjög margir í Evrópu. Þetta er alvöru sýning, stuðningsmennirnir eru einstakir og Roma á að vera að berjast á toppnum bara fyrir þá eina og sér.”

Roma mætir Sassuolo í Serie A deildinni á morgun en liðið er í baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner