Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. mars 2023 15:00
Aksentije Milisic
Spánn: Real aftur á beinu brautina í fjögurra marka leik
Fínn sigur hjá Real.
Fínn sigur hjá Real.
Mynd: EPA

Real Madrid 3 - 1 Espanyol
0-1 Joselu ('8)
1-1 Vinicius Junior ('22)
2-1 Eder Militao ('39)
3-1 Asensio ('90)


Real Madrid fékk Espanyol í heimsókn í dag í La Liga deildinni á Spáni en Real hafði gert tvö jafntefli í röð í deildinni og misst Barcelona enn lengra fram úr sér. Þá tapaði Real gegn Barcelona í fyrri leiknum í spænska bikarnum í byrjun mánaðarins.

Það byrjaði ekki vel fyrir Real í dag en Espanyol komst yfir snemma leiks með marki frá Joselu. Þeir hvítklæddu skiptu þá um gír og skoruðu tvö mörk fyrir hlé. Það gerðu þeir Vinicius Junior og Eder Militao.

Allt stefndi í að hálfleikstölurnar yrðu einnig lokatölur leiksins en seint í uppbótartímanum kláraði Spánverjinn Marco Asensio leikinn fyrir Real og tryggði stigin þrjú.

Real er sex stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða en Espanyol er í þrettánda sæti deildarinnar. Real mætir Liverpool í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn kemur en Real er með þriggja marka forystu eftir fyrri leikinn á Anfield.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner