Lúkas Magni Magnason hefur skrifað undir nýjan samning við KR og gildir sá samningur út tímabilið 2027.
Lúkas Magni kom til KR frá Breiðabliki eftir að síðasta tímabil hófst og kom hann við sögu í tólf deildarleikjum og einum bikarleik með KR í fyrra. Hann var með gildan samning út tímabilið 2026 en hefur bætt einu ári við fyrri samning.
Lúkas Magni kom til KR frá Breiðabliki eftir að síðasta tímabil hófst og kom hann við sögu í tólf deildarleikjum og einum bikarleik með KR í fyrra. Hann var með gildan samning út tímabilið 2026 en hefur bætt einu ári við fyrri samning.
Hann er varnarmaður sem verður í samkeppni við þá Finn Tómas Pálmason, Axel Óskar Andrésson og Birgi Stein Styrmisson um mínútur í liðinu í sumar. Hann kom við sögu í fjórum af fimm leikjum liðsins í Lengjubikarnum.
Lúkas Magni er nítján ára og á að baki sjö leiki með yngri landsliðunum. Hann skoraði t.a.m. sigurmarkið gegn Slóveníu í æfingamóti með U19 landsliðinu síðasta haust.
Athugasemdir