Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 11. apríl 2024 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
Varane og Evans ekki með um helgina
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Varnarmennirnir Raphaël Varane og Jonny Evans verða ekki með Manchester United um helgina þegar Rauðu djöflarnir heimsækja Bournemouth í erfiðum leik á lokakafla tímabilsins.

Man Utd hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði í varnarlínunni og er einnig án Lisandro Martinez og Victor Lindelöf, auk vinstri bakvarðanna Tyrell Malacia og Luke Shaw.

Harry Maguire og Willy Kambwala voru í hjarta varnarinnar í 2-2 jafntefli Man Utd gegn Liverpool um síðustu helgi og munu líklegast manna vaktina einnig næstu helgi.

Meiðsli Evans eru smávægileg og ætti hann ekki að missa af mörgum leikjum, en Varane verður fjarri góðu gamni næstu vikurnar.

Báðir eru þeir að glíma við smávægileg vöðvameiðsli.
Athugasemdir
banner
banner