Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 11. júní 2024 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
The Athletic: Ten Hag verður áfram stjóri Man Utd
Mynd: EPA

Mikil óvissa hefur verið í kringum Erik ten Hag eftir tímabilið en David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að ákvörðun hefur verið tekin um að hann verði áfram stjóri liðsins.


Félagið hefur verið í viðræðum við Ten Hag undanfarið og var þessi ákvörðun tekin í kjölfarið. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og Orstein segir að félagið muni fara í viðræður við stjórann um nýjan samning.

Manchester United endaði tímabilið með sigri á grönnum sínum í Manchester City í úrslitum enska bikarsins.

Margir stjórar höfðu verið orðaðir við United, m.a. Thomas Tuchel, Roberto De Zerbi og Gareth Southgate en nú virðist vera ljóst að Ten Hag verður áfram.


Athugasemdir