Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   lau 11. júlí 2020 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Páll: Ef strákarnir ýta á takkana þá dettur þetta
Lengjudeildin
Jón Páll á hliðarlínunni í Ólafsvík.
Jón Páll á hliðarlínunni í Ólafsvík.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
„Hrikalega ánægður, fyrsti sigur Ólafsvíkinga á Grenivík. Mér fannst við spila frábæran leik og stjórnuðum leiknum allan tímann, skoruðum góð mörk og sköpuðum mikið af færum. Hrikalega ánægður með strákan mína,"sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Ólafsvíkur Víkinga eftir útisigur á Magna í dag.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  2 Víkingur Ó.

Jafnt var í leiknum í seinni hálfleik fram á 84. mínútu. Hvernig leið Jóni Páli í seinni hálfleik?

„Ég var stressaður þar til að Harley skoraði. Leikplanið var að koma boltanum aftur fyrir vörnina þeirra eins mikið og mögulegt er. Á Gonza[lo Zamorano]. Gonza hljóp 12-13km í dag og stóð sig vel. Það var planið og það gekk."

Ólafsvíkingar sigruðu í fystu umferð en í kjölfarið fylgdu þrjú töp. Er mikill léttir að ná inn sigri á ný?

„Já ég meina íþróttir snúast um að menn hafi sjálfstraust og þó að við höfum tapað þremur leikjum í röð plús bikar þá vorum við búnir að standa okkur vel í þeim leikjum en þetta var ekki að detta [með okkur] og þess vegna var maður að hugsa 'ætlar þetta ekkert að detta?' Nú vonar maður að strákarnir sjái að ef þeir haldi áfram að ýta á takkana, halda áfram að spyrja hin liðin spurninga að þá dettur þetta."

Harley Willard var mikið að leita að skotfærum í leiknum og var Jón Páll spurður út í vængmanninn sinn.

„Harley Willard er með fáránlega góðan vinstri fót, mjög góður leikmaður. Ef hann getur skotið á markið þá á hann að skjóta á markið punktur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner