Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   lau 11. ágúst 2018 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw: Besta tilfinningin á öllum ferlinum
Shaw fagnaði af innlifun.
Shaw fagnaði af innlifun.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw skoraði sitt fyrsta mark í keppnisleik á atvinnumannaferlinum í gær. Hann skoraði annað mark Manchester United í 2-1 sigri gegn Leicester.

Shaw, 23 ára vinstri bakvörður, hefur átt erfitt síðan hann gekk í raðir Man Utd frá Southampton árið 2014. Hann hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þegar hann hefur spilað þá hefur hann oft á tíðum ekki verið nægilega góður í gær.

Hann var hins vegar öflugur í gær, í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018/19.

„Þetta var mitt fyrsta mark, það skiptir ekki máli hvernig ég skoraði það. Þetta var besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ferlinum," sagði Shaw himinlifandi eftir leik.

„Ég hef lagt hart að mér á undirbúningstímabilinu og ég hef haft mikinn tíma til að hugleiða og vinna að því sem ég hef þurft að gera. Í kvöld, ég veit að ég hefði getað gert betur og það er það sem ég vil halda áfram að sýna stjóranum."

Shaw segist stefna að því að verða einn besti bakvörður í heimi og spila aftur fyrir enska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner