Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 08:00
Innkastið
Sterkastur í 6. umferð - Fékk heiðursskiptingu
Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
Guðfinnur Þór Leósson.
Guðfinnur Þór Leósson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 24 ára gamli Guðfinnur Þór Leósson, miðjumaður ÍA, er Sterkasti leikmaður 6. umferðar í boði Steypustöðvarinnar. Valið var opinberað í Innkastinu.

Hann steig heldur betur upp hjá Skagamönnum sem unnu 3-0 gegn Vestra á laugardag en marga miðjumenn vantaði í lið þeirra gulu.

„Það var mikið búið að tala um hver ætti að taka við keflinu á miðsvæðinu eftir öll skakkaföllin hjá Skagaliðinu. Guðfinnur átti nánast fullkominn leik í dag. Steig varla feilspor og skoraði síðan þriðja markið sem var rjóminn ofan á kökuna. Fékk líka heiðursskiptingu í lokin og allir Skagamenn risu á fætur og klöppuðu. Alls ekki amalegt," skrifaði Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslunni eftir leik.

„Staðan er ekki nógu góð á hópnum. Þetta eru margir menn á miðsvæðinu sem vantaði hérna í dag. En þeir sem komu inn í leikinn í dag voru stórkostlegir. Guðfinnur var valinn maður leiksins og Ingi var einnig algjörlega frábær," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir leikinn.

Guðfinnur er uppalinn í ÍA en hann hóf meistaraflokksferil sinn með Kára á Akranesi árið 2016. Hann spilaði svo einn leik með ÍA í Bestu deildinni ári síðar. Á undanförnum árum hefur hann spilað með Kára, Víking Ólafsvík og Aftureldingu. Í fyrra spilaði hann 19 leiki með Kára í 3. deild og skoraði átta mörk.


Sterkustu leikmenn:
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner